Snjöll lausn fyrir fjölbýli og bílageymslur

Almennt um fjölbýlishúsalausn Faradice:

Fjöbýlishúsakerfi Faradice virkar fyrir allar stærðir fjölbýlishúsa og hvort sem um er að ræða innanhús bílageymslu (allar stærðir) eða utanhús bílastæði og hvort sem um er að ræða einkastæði hvers og eins íbúa eða opin bílastæði þar sem fleiri þurfa að deila saman hleðslustöð.

Okkar lausn er „skalanleg“, s.s. hægt er að byrja með jafnvel bara einni hleðslustöð og fjölga þeim svo eftir því sem rafbílunum fjölgar í húseigninni.

Fjölbýlishúsakerfi Faradice virkar þannig að allar stöðvarnar tala stöðugt saman sem þýðir að hver og ein hleðslustöð fullnýtir þá orku sem er í boði á hverju andartaki frá sameiginlegum stofni. Með slíkri stýringu er hægt að tryggja að hleðslustöðvarnar dragi ekki of mikið rafmagn af sameiginlegum stofni en fullnýti samt þá orku sem er í boði frá stofni á hverju andartaki. Þessi álagsstýring er nauðsynleg í fjölbýlishúsum, því þegar fleiri bílar hlaða á sama tíma þá er álagið á stofninn gríðarlegt.

Tæknileg atriði

  • Áfastir kaplar af þeirri gerð sem bifreið þarf (s.s. hægt að velja Type 1 eða Type 2 kapal.)
  • Eins fasa eða þriggja fasa.
  • Frá 3.6kW (16A á einum fasa) allt að 22kW, (32A á þremur fösum)
  • Stöðvarnar koma með innbyggðum B-Type lekaliða með DC vörn. Þá þarf ekki að setja lekaliða í töflu, sem er talsverður sparnaður í uppsetningu á fjölbýlishúsakerfinu.
  • Hægt að fylgjast með notkun hvers og eins notanda í rauntíma á lokuðu vefsvæði.
  • Samantekt yfir orkunotkun og hleðslutíma, allt frá einstökum hleðslum upp í tímabil að eigin vali.
  • Hægt er að læsa stöðvunum með RFID lesara.
  • Álagssýring nýtir til fullnustu þá orku sem er í boði á hverju andartaki án þess að yfirkeyra stofninn.
  • Boðið upp á vöktun snjalltengla frá miðlægu kerfi Faradice.


  • Fyrir frekari upplýsingar endilega hafið samband: ortaekni@ortaekni.is/li>