Um Faradice ehf.
Lítið og þétt teymi með mikla þekkingu og reynslu.
Sagan
Faradice er stofnað af Ragnari Þór Valdimarssyni í bílskúr á Grenimel árið 2014. Hann ætlaði fyrst bara að búa til hleðslustöð fyrir sjálfan sig þar sem framboðið var ekki mikið í þá daga... en hugmyndin vatt upp á sig.
Á næstu þremur árum bættust í hópinn rafvirki, hagfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur, iðnhönnuður og leikari.
Við tók þróun og þrotlausar prófanir þar sem allir möguleikar voru skoðaðir. Tæknilegar lausnir, hugbúnaður og vélbúnaður voruð prófuð við erfiðustu aðstæður.
Útkoman er fallegar, sterkar og notendavænar hleðslustöðvar með sérhönnuðu hugbúnaðarkerfi sem virkar fyrir einstaklinga, fjölbýlishús, fyrirtæki og stofnanir.
Teymið
Ragnar Þór Valdimarsson
Stofnandi, tölvuverkfræðingur og hugbúnaðarsérfræðingur.
David Sandahl
Stofnandi og iðnhönnuður.
Jökull Guðmundsson
Rafvirki.
Örn Valdimarsson
Hagfræðingur.
Árni Geir Sigurðsson
Rafmagnsverkfræðingur og hugbúnaðarsérfræðingur.
Gunnar Hansson
Leikari, fjölmiðlamaður og framkvæmdastjóri.