Heimahleðslustöð fyrir fjölskyldur
Einföld eða tvöföld (tveir bílar geta hlaðið í einu). Eins fasa og þriggja fasa, frá 3.6kW - 22kW.
Skoða nánar
Hleðslustöðvarnar okkar eru snjallar, hannaðar og þróaðar fyrir íslenskar aðstæður og veðurfar. Þær eru nettengjanlegar svo hægt sé að stýra þeim og fylgjast með notkun á einfaldan hátt. Það er hægt að læsa stöðvunum (RFID) og þannig stýra aðgengi að þeim fyrir viðskiptavini/starfsfólk/íbúa.(Styður algengustu staðla RFID-aðgangskorta og „dropa“). Faradice hugbúnaðarkerfið skilur og talar við staðlað OCPP 1.6 kerfi.
Faradice hleðslutöðvarnar eru sterkbyggðar, fallegar og einfaldar í notkun.
Hleðslustöðvar Faradice þola íslenskar aðstæður og veðurfar (IP65 raka- og rykþolnar) og hafa verið prófaðar með góðum árarngri hér á landi síðastliðin ár. Sönn íslensk hörkutól.
Þú bara einfaldlega stingur bílnum í samband þegar þér hentar.
...og svör við þeim.
Örtækni (www.ortaekni.is) sér um framleiðslu og sölu á Faradice hleðslustöðum. Hafið sambandi við þá fyrir verð
Heimahleðslustöð með B-Type lekaliða með DC vörn.
Tvöföld heimahleðslustöð: 22kW með B-Type lekaliða og DC vörn
Tvöfaldar sérstaklega sterkbyggða fyrirtækjahleðslustöðvar
Fjölbýlishúsalausnir.
Allar stöðvar fást með áföstum kapli eða tengi fyrir kapal.
Það fer eftir ýmsu; stærð hleðslustöðvar (7kW eða 22kW), afl rafmagnstengingar (16A, 32A, eins fasa eða þriggja fasa), stærð rafhlöðunnar, tegund bíls o.fl. en yfirleitt 3-5 klukkustundir.
Það þarf löggildan rafvirkja til að tengja svona búnað hvort sem það er til heimabrúks eða í fyrirtæki. Við getum aðstoðað við val á verktaka eða verið þínum verktaka innan handar við uppsetningu svo allt virki eins og það á að gera.
Þær virka fyrir langflesta rafmagnsbíla, þ.e.a.s. það er hægt að fá hleðslusnúru sem passar annað hvort fyrir Type 1 eða Type 2 (evrópski staðallinn). Það ætti að vera hægt að finna millistykki fyrir aðra bíla.